Þóra lauk glæsilegum ferli með landsliðinu

Þóra Björg Helgadóttir með blómvönd sem hún fékk afhentan fyrir …
Þóra Björg Helgadóttir með blómvönd sem hún fékk afhentan fyrir leikinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þóra Björg Helgadóttir lauk í kvöld löngum og glæsilegum ferli með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.

Þóra greindi frá því á dögunum að hún ætlaði að leggja hanskana á hilluna og hún lék í kvöld sinn 108. og síðasta landsleik þegar Ísland burstaði Serbíu, 9:1. Þóra skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið þegar hún steig fram á vítapunktinn og skoraði sjötta mark íslenska liðsins.

Þóra lék sinn fyrsta landsleik gegn Bandaríkjamönnum árið 1998 og það verður svo sannarlega sjónarsviptir af þessum frábæra markverði sem hefur átt svo marga frábæra leiki með íslenska landsliðinu og hefur klárlega verið í hópi bestu markvarða heims. Þóra var heiðruð fyrir leikinn og tók við blómvendi og hún fékk svo heiðurskiptingu á 76. mínútu. Takk Þóra!!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert