Íslenski fótboltinn í beinni - fimmtudagur

Þorri Geir Rúnarsson úr Stjörnunn og Davíð Þór Viðarsson úr …
Þorri Geir Rúnarsson úr Stjörnunn og Davíð Þór Viðarsson úr FH eru í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. mbl.is/Ómar

Fjögur efstu liðin í Pepsi-deild karla í fótbolta mætast í innbyrðis leikjum klukkan 17 en þeir geta haft stór áhrif á hvar Íslandsbikarinn hafnar í ár, sem og á Evrópusætin. Fylgst er með gangi mála í leiknum í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is.

FH tekur á móti KR í Kaplakrika og Víkingur fær Stjörnuna í heimsókn á Víkingsvöllinn. Þetta eru leikir sem var frestað í 14. umferðinni í sumar, vegna Evrópuleikja, en að þeim loknum hafa öll lið deildarinnar spilað 19 leiki af 22.

FH er með 44 stig, Stjarnan er með 42, KR 35 og Víkingur 30 stig en þar á eftir koma Valsmenn með 25 stig og þeir eru eina liðið sem getur ógnað Víkingi í baráttunni um Evrópusæti.

Smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI til að fylgjast með öllu sem gerist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert