Rúnar: Stjarnan og FH eiga mikið hrós skilið

Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans máttu í kvöld sætta sig við að Íslandsmeistaratitillinn fer úr þeirra höndum í lok Pepsi-deildarinnar. Það varð ljóst eftir 1:1 jafntefli liðsins gegn FH í Kaplakrika í kvöld.

„Það er mjög sárt til þess að vita að við verjum ekki titilinn í ár. Við höfum ekkert leikið frábærlega í sumar þó svo að við höfum átt góða kafla. Við erum búnir að vera í eltingaleik frá byrjun móts eftir að hafa tapað fyrir Val og FH snemma í mótinu og svo þegar við vorum komnir á gott skrið töpuðum við fyrir Þór. Það er með ólíkindum að Stjarnan og FH skuli vera taplaus á Íslandsmótinu og þau eiga mikið hrós skilið,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR við mbl.is eftir leikinn í Kaplakrika í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert