Vítið var kveðjugjöf Freys til Þóru

Þóra B. Helgadóttir í kveðjuleik sínum í gærkvöld.
Þóra B. Helgadóttir í kveðjuleik sínum í gærkvöld. mbl.is/Ómar

Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir fékk heldur betur ævintýralegan kveðjuleik með fótboltalandsliðinu í gærkvöldi. Ekki nóg með að Ísland hafi pakkað Serbíu saman 9:1 í lokaleik sínum í undankeppni HM heldur var Þóra á meðal markaskorara í leiknum. Hún steig á vítapunktinn í stöðunni 5:1 og þrumaði boltanum upp í þaknetið eins og hún hefði aldrei gert annað en að taka vítaspyrnur.

Morgunblaðið forvitnaðist um hvort ákveðið hefði verið fyrir leikinn að Þóra yrði vítaskytta í kveðjuleiknum en sú var ekki raunin. „Sara átti að taka vítið og var tilbúin til þess. Ég veit ekki hvort hún er sátt við að ég hafi rifið af henni boltann en Freysi (Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari) kallaði inn á að ég ætti að taka þetta. Ég var hvorki fyrsta né annað val þegar kemur að vítaskyttum, þó ég hafi oft nöldrað í honum, og þetta var því bara kveðjugjöf frá landsliðsþjálfaranum,“ sagði Þóra þegar Morgunblaðið tók hana tali að leiknum loknum.

Sjá nánari umfjöllun í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert