Leiknismenn 1. deildarmeistarar 2014

Vigfús Arnar Jósefsson skallar boltann í kveðjuleik sínum fyrir Leikni …
Vigfús Arnar Jósefsson skallar boltann í kveðjuleik sínum fyrir Leikni í dag. Hann kvaddi með titli. mbl.is/Eva Björk

Leiknir R. landaði sínum stærsta titli í sögu félagsins í dag þegar liðið varð 1. deildarmeistari í knattspyrnu karla. Leiknir vann Tindastól 4:0 í lokaumferðinni í dag á meðan að ÍA, sem lenti í 2. sæti, gerði 2:2-jafntefli við KA á Akureyri.

Fyrir lokaumferðina í dag var ljóst að Leiknir og ÍA færu upp í úrvalsdeildina og að KV og Tindastóll hefðu fallið í 2. deild. Spennan snerist því um hvaða lið yrði meistari og því náðu Leiknismenn sem höfðu þriggja stiga forskot á ÍA fyrir umferðina.

Þróttur R. hafnaði í 3. sætinu eftir sigur á KV á meðan að Víkingur Ó. tapaði fyrir Haukum. Lokastöðuna má sjá hér að neðan.

Lokastaðan: Leiknir R. 48, ÍA 43, Þróttur R. 37, Víkingur Ó. 36, Grindavík 35, HK 34, Haukar 32, KA 31, Selfoss 26, BÍ/Bolungarvík 25, KV 18, Tindastóll 4.

Úrslit dagsins:
KA - ÍA, 2:2
(Arsenij Buinickij 2., Hallgrímur Mar Steingrímsson 49. - Garðar Gunnlaugsson 19., Þórður Þorsteinn Þórðarson 51.)
Haukar - Víkingur Ó., 2:1
(Leikm. óþekktur 41., 83. - Eyþór Helgi Birgisson 26.)
KV - Þróttur R., 1:3
(Einar Már Þórisson 30. - Alexander Veigar Þórarinsson 41., leikm. óþekktur 46., 87.)
BÍ/Bolungarvík - HK, 1:2
(Nigel Quashie 31. (víti) - Guðmundur Atli Steinþórsson 3., Viktor Unnar Illugason 60.)
Leiknir R. - Tindastóll, 4:0
(Sindri Björnsson 44., Fannar Þór Arnarsson 59., Matthew Horth 77., Magnús Már Einarsson 85.)
Grindavík - Selfoss, 4:1
(Einar Karl Ingvarsson 44., Magnús Björgvinsson 50., Hákon Ívar Ólafsson 74., leikm. óþekktur 81. - Ragnar Þór Gunnarsson 25. Rautt spjald: Ragnar Þór Gunnarsson (Selfossi) 66.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert