Ásmundur: Viljum ekki fara neðar en sjötta sæti

Ásmundur Arnarsson, þjálfari fylkis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari fylkis. Eggert Jóhannesson

„Í svona reynir maður auðvitað að halda boltanum niðri og halda honum innan liðsins eins og hægt er. Við vildum sækja í ákveðin svæði á bak við þá þegar það var hægt. Aðstæðurnar réðu mestu um þetta, það var erfitt að stjórna ferðinni. Ef þú leikur upp þá fer þetta oft út í veður og vind, eins og maður segir,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir sigur sinna manna á Keflvíkingum suður með sjó í miklum rokleik, 1:0 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Með sigrinum tryggðu Fylkismenn sér endanlega veru í deildinni á næsta ári þótt það hefði verið ansi langsótt að þeir skyldu falla í ár. Þeir eru í 6. sæti í deildinni með 25 stig, þremur á eftir Völsurum í 5. sætinu.

„Við erum allavega búnir að tryggja sæti okkar. Það eru tveir leikir eftir og sex stig í boði. Það er svo sem ekkert annað í gangi hjá okkur. Við verðum bara að ná í þau stig sem eru í boði og við sjáum hversu langt þau fleyta okkur. Við erum í 6. sæti í dag og viljum ekkert fara neðar. Frekar að kíkja ofar ef hægt er,“ sagði Ásmundur sem telur að leikurinn hefði orðið skemmtilegri hefði honum verið frestað þar til veður yrði betra.

„Ef spáin á morgun er betri þá hefði verið hægt að skoða það, þetta er matsatriði. Það hefði allavega verið spilaður skemmtilegri fótbolti.“

25
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert