Fylkismenn unnu suður með sjó

Keflavík og Fylkir mætast í dag.
Keflavík og Fylkir mætast í dag. mbl.is/Eggert

Keflvíkingar tóku á móti Fylkismönnum í hvassviðri suður með sjó í dag og fóru gestirnir úr Árbænum með sigur af hólmi, 1:0, í afar bragðdaufum leik.

Leikurinn fór afar hægt af stað þar sem fátt var um fína drætti. Vindurinn setti verulega sitt mark á leikinn og liðin áttu í erfiðleikum með að spila boltanum, en það komst aldrei neitt almennilegt flæði í leikinn.

Þrátt fyrir það skoruðu Fylkismenn fyrsta mark leiksins en það leit dagsins ljós á 39. mínútu. Hælsending Alberts Brynjars Ingasonar rétt fyrir utan teig Keflvíkinga splundraði upp skipulagi þeirra algjörlega og Andrew Sousa fékk frítt skot inni í teignum sem endaði í markinu, 0:1, og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Afar fátt markvert gerðist í síðari hálfleik og Fylkismenn lönduðu sigrinum. Keflvíkingar sitja áfram í 10. sæti eftir tapið með 18 stig. Fylkismenn eru einnig áfram í 6. sætinu með 25 stig og eiga ekki í lengur tölfræðilegan möguleika á að falla.

Fylgst var með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hér á mbl.is í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Keflavík 0:1 Fylkir opna loka
90. mín. Leikurinn er að fjara út í Keflavík. Lítið að gerast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert