Spennan magnast

FH og Fram mætast í dag í leik sem er …
FH og Fram mætast í dag í leik sem er mikilvægur báðum liðum. mbl.is/Ómar

Þriðja síðasta umferðin í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fer fram í dag, en allir leikirnir sex í 20. umferð verða leiknir á sama tíma, eða klukkan 16.00 í dag. Spennan er í algleymingi um hvort FH eða Stjarnan verður Íslandsmeistari. Liðin eru jöfn í efstu tveimur sætunum með 45 stig. FH tekur á móti Fram í dag og Stjarnan sækir Fjölni heim.

Fram, Fjölnir og Keflavík eru í harðri fallbaráttu. Fram er í 11. sæti með 18 stig og Fjölnir og Keflavík eru 9. og 10. sæti með 19 stig hvort lið. Keflavík hefur ekki unnið leik í deildinni síðan liðið sigraði Fylki 22. júní 4:2. Keflavík tekur einmitt á móti Fylki í dag.

Leikir dagsins í Pepsi-deild karla
16.00  FH - Fram
16.00  Fjölnir - Stjarnan
16.00  Keflavík - Fylkir
16.00  Breiðablik - Víkingur R.
16.00  KR - ÍBV
16.00  Valur - Þór

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert