Daníel Leó mættur til Aalesund

Daníel Leó Grétarsson á æfingu hjá Aalesund.
Daníel Leó Grétarsson á æfingu hjá Aalesund. Ljósmynd/Aafk.no

Hinn 18 ára gamli Grindvíkingur Daníel Leó Grétarsson er mættur til norska úrvalsdeildarfélagsins Aalesund þar sem hann verður til reynslu næstu 11 daga.

Daníel Leó er vinstri bakvörður og getur einnig leikið sem miðjumaður. Hann hefur verið fastamaður í liði Grindavíkur síðustu tvö tímabil og lék 6 leiki í Pepsi-deildinni 2012, þá 16 ára gamall. Hann á að baki 10 leiki fyrir U19-landslið Íslands.

„Við höfum séð hann spila bæði í undankeppni EM og á Íslandi. Núna æfir hann með okkur svo að þjálfarateymið geti metið hann,“ sagði Jan Erik Sörnes, yfirmaður íþróttamála hjá Aalesund.

Aalesund hefur einnig verið á höttunum eftir Aroni Elís Þrándarsyni og gert Víkingi R. tvö tilboð í U21-landsliðsmanninn en þeim hefur báðum verið hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert