Fjölnir og Stjarnan skildu jöfn

Úr leik Fjölnis og Stjörnunnar í kvöld.
Úr leik Fjölnis og Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Golli

Fjölnir og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik 20. umferðar Pepsideildar karla í knattspyrnu á Fjölnisvelli í kvöld.

FH er því með 48 stig og Stjarnan 46 þegar tveimur umferðum er ólokið og staða FH-inga vænkaðist því talsvert í kvöld.

Fjölnir er með 20 stig, Keflavík 19 og Fram 18 í harðri fallbaráttu liðanna en eitt þeirra fellur ásamt Þórsurum.

Fyrri hálfleikurinn var lengst af jafn en Fjölnismenn voru sterkari þegar á leið. Mark Magee fékk besta færi hálfleiks þegar hann hitti ekki Stjörnumarkið af stuttu færi. Hörður Árnason var nærri því að koma Stjörnunni yfir undir lokin en skaut í hliðarnetið og staðan var 0:0 í hálfleik.

Þórir Guðjónsson fékk sannkallað dauðafæri fyrir Fjölni á 62. mínútu þegar hann slapp aleinn uppað marki Stjörnunnar en steig á boltann á örlagastundu, rétt utan vítateigs, og Stjörnumenn náðu að bjarga.

Stjörnumenn sóttu meira á lokakaflanum en náðu ekki að knýja fram sigur, og fengu engin teljandi færi til þess. Gunnar Már Guðmundsson Fjölnismaður fékk rauða spjaldið í uppbótartímanum fyrir brot á Atla Jóhannssyni.

Þessi leikur átti að fara fram á sunnudaginn en var þá frestað vegna veðurs.

Fjölnir 0:0 Stjarnan opna loka
90. mín. Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert