Kemst Stjarnan upp að hlið FH?

Arnar Már Björgvinsson og Matthew Ratajczak verða í eldlínunni í …
Arnar Már Björgvinsson og Matthew Ratajczak verða í eldlínunni í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er ákaflega mikilvægur leikur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar nýliðar Fjölnis taka á móti Stjörnumönnum. Flautað verður til leiks á Grafarvogsvellinum klukkan 16.30.

Leiknum var eins og frægt er frestað á sunnudaginn vegna veðurs en með leiknum í dag lýkur 20. umferð deildarinnar.

Stjarnan er í harðri baráttu við FH um Íslandmeistaratitilinn en með sigri í kvöld kemst Stjarnan upp að hlið FH í toppsæti deildarinnar. Fjölnismenn eru hins vegar í baráttu um að forðast fall og sigur í kvöld myndi koma þeim í góða stöðu en liðið færi þá upp í áttunda sæti, fjórum stigum frá fallsæti.

Stjarnan marði Fjölni, 2:1, þegar liðin áttust við í Garðabænum þann 22. júní en Garðar Jóhannsson skoraði sigurmarkið á lokamínútum leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert