Miljkovic þjálfar Selfyssinga

Zoran Miljkovic
Zoran Miljkovic Ljósmynd/sunnlenska.is

Zoran Miljkovic hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðsins Selfoss í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. Hann tekur við af Gunnari Guðmundssyni sem lét af störfum á dögunum. 

Miljkovic þekkir vel til á Selfossi. Hann þjálfaði liðið 2007 og 2008. Frá þessu er greint á vef sunnlenska.  Þar segir ennfremur að tveir fyrrverandi leikmenn Selfoss, Jón Steindór Sveinsson fyrirliði til margra ára og Sævar Þór Gíslason markahæsti leikmaður Selfoss, verði ásamt Zoran í þjálfarateymi liðsins. Aðstoðarþjálfari verður ráðinn sérstaklega og verður tilkynnt um ráðningu hans á næstu dögum.

Miljkovic lék á árum áður með bæði ÍA og ÍBV og varð þá Íslandsmeistari fimm ár í röð með þessum tveimur liðum. Með ÍA 1994, 1995 og 1996 og með ÍBV 1997 og 1998.

Selfoss-liðið hafnaði í 9. sæti af 12 liðum í 1. deildinni í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert