Sex komnir í vetrarfrí fyrir lokaumferðina

Árni Vilhjálmsson fær ekki tækifæri til að slást um gullskóinn …
Árni Vilhjálmsson fær ekki tækifæri til að slást um gullskóinn í lokaumferðinni. mbl.is/Eva Björk

Sex leikmenn úr Pepsi-deild karla voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann og verða ekki með í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur. Þeir eru því þegar komnir í vetrarfríið.

Baldur Sigurðsson og Farid Zato verða ekki með KR gegn Þór.

Gunnar Þorsteinsson verður ekki með ÍBV gegn Fjölni.

Atli Már Þorbergsson verður ekki með Fjölni gegn ÍBV.

Árni Vilhjálmsson verður ekki með Breiðabliki gegn Val.

Halldór Smári Sigurðsson verður ekki með Víkingi gegn Keflavík.

Þá fékk Eva Núra Abrahamsdóttir úr Fylki tveggja leikja bann vegna  rauðs spjalds í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna og verður því í banni í fyrstu tveimur leikjunum á næsta tímabili.

Árni Vilhjálmsson er því úr leik í baráttunni um gullskóinn en hann er einn af markahæstu leikmönnum Pepsi-deildar karla með 10 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert