Atli skaut Stjörnuna niður í 2. deild

Atli Guðnason.
Atli Guðnason. mbl.is/Ómar

Fyrir nákvæmlega áratug, nánar tiltekið 17. september 2004, tók ungur framherji, Atli Guðnason að nafni, drjúgan þátt í því að senda Stjörnuna niður í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.

Atli var þá tvítugur, hafði ekki náð að vinna sér sæti í liði FH og aðeins spilað einn leik með liðinu í efstu deild. Skoraði reyndar þrennu í bikarleik um vorið en það dugði ekki til að ná lengra að sinni. Hann var lánaður til Kópavogsliðsins HK á miðju sumri og lék með því í 1. deildinni út tímabilið.

Í lokaumferðinni skoraði Atli tvö mörk fyrir HK sem vann stórsigur á Stjörnunni, 6:1, og tryggði sér með því þriðja sæti 1. deildar. Þar með féll Garðabæjarliðið og átti fyrir höndum að spila í 2. deild árið á eftir.

Tveimur dögum síðar fögnuðu hinsvegar félagar Atla í FH sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli þegar þeir sigruðu KA, 2:1, á Akureyri í lokaumferð úrvalsdeildarinnar.

Í Morgunblaðinu í dag er farið yfir hvernig síðasti áratugur hefur þróast hjá FH og Stjörnunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert