Hólmar semur við Keflavík til tveggja ára

Hólmar Örn Rúnarsson í leik gegn Elfsborg í forkeppni Evrópudeildarinnar …
Hólmar Örn Rúnarsson í leik gegn Elfsborg í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Hólmar Örn Rúnarsson hefur ákveðið að snúa aftur til Keflavíkur og leika með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa verið á mála hjá FH undanfarin fjögur ár.

Hólmar mun skrifa undir samning til tveggja ára við Keflavík samkvæmt heimasíðu félagsins. Hann þreytti frumraun sína með meistaraflokki félagsins árið 2000 og á að baki 162 deildarleiki með liðinu. Í þeim hefur hann skorað 23 mörk.

Hólmar lék með Silkeborg í Danmörku árið 2007. Óhætt er að segja að um góðan liðsstyrk sé að ræða fyrir Keflvíkinga sem höfnuðu í 8. sæti í Pepsi-deildinni í haust, fjórum stigum frá falli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert