Jóhannes: Spennandi áskorun

Jóhannes Harðarson var í dag ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs ÍBV til næstu þriggja ára en hann tekur við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem hætti störfum að Íslandsmótinu loknu fyrr í þessum mánuði. Jóhannes hefur þjálfað norska C-deildarliðið Flekkeröy frá árinu 2010.

Jóhannes segir að það sé mjög spennandi að taka við Eyjaliðinu og áskorun fyrir sig að kynnast íslenskum fótbolta upp á nýtt en hann lék lengi með Skagamönnum á árum áður.

Hann kvaðst vonast til þess að halda kjarnanum úr liði ÍBV frá nýliðnu tímabili en það væri eðlilegt að einhverjr færu og aðrir kæmu í staðinn. Jóhannes sagðist aðspurður reikna með því að flytja til Vestmannaeyja fyrir jól en hann væri samningsbundinn félagi sínu í Noregi út nóvember.

Viðtalið í heild má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert