Kristinn samdi við Fram til tveggja ára

Sverrir Einarsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar Fram, og Kristinn R. Jónsson …
Sverrir Einarsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar Fram, og Kristinn R. Jónsson handsala samninginn. Ljósmynd/Fram

Kristinn R. Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram í knattspyrnu en hann skrifaði undir samning til tveggja ára nú í kvöld.

Kristinn er rótgróinn Framari en hann lék tíu tímabil með liðinu á árunum 1985-1996 og er einn leikjahæsti leikmaður í sögu liðsins með 320 leiki í meistaraflokki. Hann stýrði liðinu í efstu deild tímabilin 2001 og 2002 en var sagt upp starfi snemma sumars 2003. Áður var hann aðstoðarmaður Ásgeirs Elíassonar árin 1996 og 1997. Síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri Fram.

Kristinn hefur stýrt U19-landsliði Íslands síðustu ár eða frá árinu 2007.

Fram lék undir stjórn Bjarna Guðjónssonar á nýafstaðinni leiktíð og féll úr Pepsi-deildinni í lokaumferðinni. Liðið leikur því í 1. deild undir stjórn Kristins næsta sumar.

Kristinn R. Jónsson stýrði Fram síðast fyrir rúmum ellefu árum …
Kristinn R. Jónsson stýrði Fram síðast fyrir rúmum ellefu árum síðan. mbl.is/Arnaldur Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert