„Miklu meira spennandi“

Kolbeinn Kárason
Kolbeinn Kárason mbl.is/Árni Sæberg

„Mér líst vel á allt sem er í gangi hjá Leikni. Þetta er flottur klúbbur og fyrir mig var þetta miklu meira spennandi en að vera áfram hjá Val,“ sagði framherjinn Kolbeinn Kárason sem í gær samdi við Leikni R. til tveggja ára. Hann verður því með nýliðunum þegar þeir mæta til leiks í Pepsi-deildinni í knattspyrnu næsta sumar.

„Hérna er flott aðstaða, flottir þjálfarar og góður hópur. Ég á nokkra félaga hérna og þekki Frey frá því að hann var hjá Val, þannig að ég hef fylgst vel með þeim,“ sagði Kolbeinn í gærkvöld.

Kolbeinn er uppalinn Valsmaður og á að baki fjögur tímabil með liðinu í efstu deild. Þá var hann í láni hjá C-deildarliði Flekkeröy í Noregi seinni hluta fyrrasumars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert