Þórdís samdi aftur við Älta

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik með Breiðabliki.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik með Breiðabliki. mbl.is/Eva Björk

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við sænska B-deildarliðið Älta eftir að hafa átt góðu gengi að fagna með því á þessu ári.

Þórdís, sem er 21 árs miðjumaður, lék áður með Breiðabliki og skoraði 12 mörk í 59 leikjum fyrir Kópavogsliðið í efstu deild áður en hún fór til Svíþjóðar fyrir ári. Þá hefur hún spilað 28 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hún varð markahæsti leikmaður Älta á þessu tímabili með 13 mörk í 23 leikjum en lið hennar hafnaði í 10. sæti af 14 liðum í B-deildinni. Þórdís varð sjötti markahæsti leikmaður deildarinnar í heild.

Telma Ólafsdóttir úr Val kom einnig til liðs við Älta fyrir síðasta tímabil og lék 15 af 26 leikjum liðsins í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert