Katrín frá Þór/KA til Noregs

Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur ákveðið að yfirgefa Þór/KA og halda til Noregs í vetur. Þetta hefur Katrín tilkynnt forráðamönnum Þórs/KA en hún vildi ekki segja til um það strax til hvaða félags hún færi í Noregi.

Katrín er uppalin hjá KR en kom til Þórs/KA fyrir sumarið 2012 og skoraði 12 mörk í 17 leikjum á fyrsta tímabili sínu. Hún missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla en skoraði 5 mörk í 9 leikjum.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, segir vissulega slæmt að missa Katrínu sem í heild hefur skorað 26 mörk í 48 leikjum fyrir Akureyrarliðið:

„Við erum að tala um landsliðsmann sem á eftir að spila stórt hlutverk með A-landsliði Íslands. Hún hefur nú verið með okkur í þrjú ár og verið gríðarlega drjúg fyrir liðið. Skarð hennar er vandfyllt en nú er það bara hausverkur þjálfara að leysa úr því,“ sagði Jóhann í samtali við heimasíðu Þórs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert