Freyr með landsliðið út undankeppni EM

Freyr Alexandersson tók við landsliðinu í ágúst í fyrra.
Freyr Alexandersson tók við landsliðinu í ágúst í fyrra. mbl.is/Ómar

Freyr Alexandersson heur skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við KSÍ um að þjálfa áfram A-landslið kvenna í knattspyrnu.

Samningurinn gildir út árið 2016 og því ljóst að Freyr mun stýra landsliðinu að minnsta kosti út undankeppni EM sem fram fer árið 2017. Undankeppnin hefst á næsta ári en dregið verður í riðla í apríl.

KSÍ samdi einnig við Ásmund Haraldsson aðstoðarþjálfara og Ólaf Pétursson markvarðaþjálfara sem verða Frey áfram innan handar.

Freyr tók við landsliðinu í ágúst í fyrra og hefur stýrt því samhliða því að vera annar þjálfara karlaliðs Leiknis R. sem leikur í Pepsi-deildinni næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert