Fyllt verður í skörðin

Ingimundur Níels Óskarsson.
Ingimundur Níels Óskarsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Menn spyrja sig að því hvort það sé einhver flótti úr herbúðum FH en á skömmum tíma hafa þrír öflugir leikmenn yfirgefið félagið, Hólmar Örn Rúnarsson, Ólafur Páll Snorrason og Ingimundur Níels Óskarsson.

„Nei, nei, það er enginn flótti. Vissulega höfum við þurft að sjá á eftir góðum leikmönnum sem hafa reynst félaginu vel en vonandi verða þeir ekki fleiri sem fara. Þessir strákar sem eru farnir frá okkur eru allir að fara í heimahaganna og maður getur alveg skilið þá,“ sagði Guðlaugur Baldursson, aðstoðarþjálfari FH, við Morgunblaðið í gær.

FH-ingar hafa bætt einum leikmanni í hóp sinn en Finnur Orri Margeirsson kom til liðsins frá Breiðabliki á dögunum.

„Það er ekkert launungarmál að við erum að skoða í kringum okkur og athuga hvaða möguleika við höfum. Við flýtum okkur hægt og við ætlum að vanda okkur við hlutina eins og við höfum gert upp á síðkastið. Við munum fá góða leikmenn til að fylla í þau skörð sem þarf að fylla í. Ég tel sennilegast að við leitum út fyrir landsteinana. Það eru ekki miklar hreyfingar á markaðnum hér heima og ekki margir möguleikar en við skoðum þá vel,“ sagði Guðlaugur en FH var með fimm útlendinga í liði sínu í sumar og þeir verða allir áfram. Kassim Doumbia er einn þeirra en hann byrjar í fjögurra leikja banni. „Við stöndum við bakið á Kassim enda reyndist hann okkur vel í sumar. Við vonum að hann verði bara betri á næsta tímabili,“ sagði Guðlaugur. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert