Rúnar bíður eftir tilboði

Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. mbl.is/Golli

Rúnar Kristinsson hefur ekki fengið tilboð í hendur frá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström og á meðan svo er vill hann ekki tjá sig um þessi mál. Fastlega er þó búist við því að Rúnar verði næsti þjálfari Lilleström og verði með sinn hundtrygga aðstoðarmann, Pétur Pétursson sér við hlið. KR-ingar réðu Bjarna Guðjónsson sem eftirmann Rúnars í vikunni og spurður hvernig honum litist á eftirmanninn sagði Rúnar;

„Mér líst bara vel á þessa ráðningu,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið. Spurður hvort hann hafi mælt með Bjarna í starfið sagði hann: „Nei ég blandaði mér ekkert í þessi mál. Bjarni hefur hins vegar alla burði til gera góða hluti með KR-liðið. Hann er með góðan mann með sér. Báðir hafa þeir mikla reynslu sem leikmenn og þekkja allt umhverfið hjá KR mjög vel. Þeir njóta virðingar hjá öllum sem tengjast félaginu. Hópurinn hjá KR er sterkur. Það er ljóst að það verða einhverjar breytingar og það er nauðsynlegt að hreyfa hópinn eitthvað til. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert