Halldór Hermann til KA

Halldór Hermann Jónsson handsalar samninginn í KA-heimilinu í dag.
Halldór Hermann Jónsson handsalar samninginn í KA-heimilinu í dag. Ljósmynd/KA-sport.is

Knattspyrnumaðurinn Halldór Hermann Jónsson skrifaði í dag undir samning við KA en þessi þrítugi miðjumaður kemur til félagsins frá Val.

Halldór er uppalinn hjá Fjarðabyggð og spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið sumarið 2001. Hann fór þaðan til Fram og spilaði 141 leik í bikar og efstu deild. Halldór spilaði svo 18 leiki fyrir Val á síðustu leiktíð.

Þess má til gamans geta að unnusta Halldórs, Eva Sigurjónsdóttir, er barnabarn Tómasar Steingrímssonar sem er einn af stofnendum KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert