Sú efnilegasta á leið í Stjörnuna?

Guðrún Karítas ásamt föður sínum Sigurði Jónssyni fyrrverandi landsliðsmanni.
Guðrún Karítas ásamt föður sínum Sigurði Jónssyni fyrrverandi landsliðsmanni. Ljósmynd/Jón Gunnlaugsson

Knattspyrnukonan unga Guðrún Karítas Sigurðardóttir er afar eftirsótt hjá liðum Pepsi-deildarinnar en ljóst er að hún mun yfirgefa ÍA sem féll úr deildinni í sumar.

Guðrún Karítas, sem var kjörin efnilegasti leikmaður deildarinnar nú í haust af leikmönnum, hefur undanfarið æft með Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar og ekki ólíklegt að hún semji við félagið. Hún hefur þó einnig æft með fleiri félögum, meðal annars Val, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Guðrún Karítas er 18 ára gömul. Hún skoraði 3 mörk í 17 leikjum fyrir Skagakonur í sumar, en 17 mörk í 16 leikjum í 1. deildinni í fyrra. Hún á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert