ÍSÍ ógildir ákvörðun aðalstjórnar HK

Knattspyrnuhúsið Kórinn er heimavöllur HK.
Knattspyrnuhúsið Kórinn er heimavöllur HK. Ljósmynd/KSÍ

Dómstóll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur úrskurðað að ákvörðun aðalstjórnar HK frá 20. maí á þessu ári, að víkja stjórn knattspyrnudeildar félagsins frá og taka tímabundið yfir stjórn deildarinnar sé ógild. Þórir Bergsson, formaður stjórnarinnar sem vikið var frá, kærði ákvörðunina til ÍSÍ.

Þessi úrskurður var kveðinn upp í vikunni og aðalstjórn HK fékk einnar viku frest til að áfrýja niðurstöðunni.

Niðurstaða dómstóls ÍSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert