Ísland fellur um fimm sæti á FIFA-listanum

Ísland er númer 33 í heiminum.
Ísland er númer 33 í heiminum. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 33. sæti af 209 þjóðum á nýjum heimslista FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í dag. Liðið fellur um fimm sæti frá því í október en þá var liðið í 28. sæti og í sinni bestu stöðu frá upphafi.

Það eru Túnis, Austurríki, Danmörk, Rússland og Ísrael sem fara upp fyrir íslenska liðið frá því í október.

Staða sex efstu þjóða er óbreytt en það eru Þýskaland, Argentína, Kólumbía, Belgía, Holland og Brasilía. Portúgal lyftir sér upp í 7.-8. sæti og er þar jafnt Frakklandi.

Ísland er í 21. sæti af 54 aðildarþjóðum UEFA. Liðið tapaði tveimur leikjum í þessum mánuði, gegn Belgíu og Tékklandi á útivelli en þessar þjóðir eru í 4. og 17. sæti listans.

Röð 35 efstu þjóða á heimslistanum:

1. Þýskaland
2. Argentína
3. Kólumbía
4. Belgía
5. Holland
6. Brasilía
7.-8. Portúgal
7.-8. Frakkland
9. Spánn
10. Úrúgvæ
11. Ítalía
12. Sviss
13. England
14. Síle
15. Rúmenía
16. Kostaríka
17. Tékkland
18. Alsír
19. Króatía
20. Mexíkó
21. Slóvakía
22. Túnis
23. Austurríki
24. Fílabeinsströndin
25. Grikkland
26. Úkraína
27. Ekvador
28. Bandaríkin
29. Bosnía
30. Danmörk
31. Rússland
32. Ísrael
33. ÍSLAND
34. Wales
35. Senegal

Ísrael fór upp um 13 sæti, Túnis um 9 sæti, England um 7 sæti, Rúmenía og Austurríki um 6 sæti.

Ísland fer niður í annað sæti Norðurlandaþjóða, á eftir Danmörku. Svíar eru í 43. sæti og falla um fjögur, Norðmenn eru í 67. sæti og hækka  sig um eitt, Finnar eru í 70. sæti og falla um sjö sæti, en Færeyingar eru hástökkvarar mánaðarins. Þeir eru í 105. sæti eftir sigurinn á Grikkjum en voru í 187. sæti.

Af mótherjum Íslands í undanriðli EM er það að frétta að Holland er í 5. sæti eins og áður, Tékkar hækkuðu sig um fimm sæti með sigrinum á Íslandi og er í 17. sæti, Tyrkir síga niður um tvö sæti og eru númer 48, Lettar hækka sig um tvö sæti og eru númer 97 en Kasakstan, næsti mótherji Íslands, fellur um sjö sæti og er í 139. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert