Tryggvi snýr aftur til Eyja

Tryggvi Guðmundsson fagnar marki fyrir ÍBV.
Tryggvi Guðmundsson fagnar marki fyrir ÍBV. mbl.is/Golli

Tryggvi Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs ÍBV í knattspyrnu en Eyjamenn tilkynntu ráðninguna fyrir stundu og frá henni er greint á Eyjamenn.com.

Tryggvi er markahæsti leikmaðurinn í sögu ÍBV í efstu deild en hann skoraði 75 mörk 127 leikjum fyrir félagið í efstu deild. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 131 mark.

Tryggvi, sem er fertugur að aldri, lék síðast með ÍBV árið 2012 en síðan með Fylki og HK árið 2013 og með Eyjaliðinu KFS í 4. deildinni á nýliðnu keppnistímabili.

Jóhannes Harðarson var í haust ráðinn þjálfari ÍBV og tók við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert