Árni samdi við Lilleström

Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Árni Vilhjálmsson, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, staðfesti rétt í þessu að hann væri búinn að skrifa formlega undir atvinnusamning við Lilleström í Noregi.

Eins og fram kom í gær höfðu Breiðablik og Lilleström komist að samkomulagi um kaupverð. Árni er tvítugur og skoraði 10 mörk í 20 leikjum fyrir Breiðablik i úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hjá Lilleström leikur hann undir stjórn Rúnars Kristinssonar og Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem tóku við í vetur sem þjálfari og aðstoðarþjálfari norska liðsins. Þá samdi Finnur Orri Margeirsson, samherji Árna hjá Breiðabliki, við félagið fyrr í vetur.

Árni birti mynd af sér við undirritunina á Instagram.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/ye0sW0oGwV/" target="_top">Þetta er þa orðið staðfest. Fyrsti atvinnumanna samningurinn kominn i höfn. Bjartir timar framundan, vill nota tækifærið og þakka Breiðablik fyrir allt og óska þeim góðs gengis í framtíðinni! #HelliNorge</a>

A photo posted by Árni Vill (@arnivill) on Jan 30, 2015 at 6:34am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert