Hefði verið betra að sitja heima?

Elías Már Ómarsson með knöttinn. Hann var í stóru hlutverki …
Elías Már Ómarsson með knöttinn. Hann var í stóru hlutverki hjá Keflavík síðasta sumar og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Skyldi rétta leiðin fyrir unga knattspyrnumenn sem vilja ná langt í íþróttinni vera sú að semja kornungir við erlend félög og freista gæfunnar með unglingaliðum þeirra frá 16-17 ára aldri?

Eða er betra að bíða heima, reyna frekar að komast ungur að í meistaraflokk heima á Íslandi og fara síðan í atvinnumennsku eftir að hafa gert það gott með sínu félagi?

Það er örugglega ekkert eitt rétt svar til við þessum hugleiðingum. Ef við lítum á landsliðið okkar í dag sjáum við góð dæmi um hvort tveggja. Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson hafa aldrei leikið í efstu deild á Íslandi. Gylfi ekki einu sinni meistaraflokksleik en Aron og Kolbeinn náðu leikjum í 1. deild með Þór og HK áður en þeir fóru kornungir í atvinnumennskuna.

Alfreð Finnbogason vann hinsvegar einstaklings- og félagstitla með Breiðabliki áður en hann sló í gegn í Hollandi og þeir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason voru orðnir burðarásar í Fylki og Víkingi áður en þeir hleyptu heimdraganum.

En spurningin leitar á mig eftir að hafa fylgst með þróun hins bráðefnilega 1995 árgangs, næstu vonarstjarna í íslenska fótboltanum. Strákanna sem urðu Norðurlandameistarar drengjalandsliða 2011, fóru í átta liða úrslit Evrópukeppninnar vorið eftir og hafa flestir hverjir farið kornungir til erlendra félaga. Hvar eru þeir staddir nú – í upphafi ársins þar sem þeir fagna tvítugsafmælinu og ættu að vera að farnir að stíga fyrstu alvöruskrefin á ferlinum?

Sjá fréttaskýringu Víðis Sigurðssonar um mál þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert