Jón birtir bólginn ökkla sinn

Þúsundþjalasmiðurinn Jón Ragnar Jónsson stígur ekki í annan fótinn í kvöld en hann sneri sig illa þegar lið hans FH lagði Víking Ólafsvík í A-deild Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu í Akraneshöllinni. Leiknum lauk með 4:0-sigri FH en Jón gat aðeins leikið í 34 mínútur.

Frétt mbl.is: FH skellti Víkingi Ólafsvík

Jón birtir mynd á Instagramsíðu sinni af gríðarlega bólgnum ökkla sínum en hann er ekki þjáðari en svo að hann gerir grín að öllu saman. „Platan Bólginn ökkli er væntanleg með vorinu,“ segir Jón og kveðst aldrei ætla að leika gegn Víkingi Ólafsvík aftur.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/zsdELBEHVv/" target="_top">Platan Bólgin ökkli er væntanleg með vorinu. #Síðastsnériégmig2010ámótisamaliði #spilaaldreiafturámótiVíkingiÓ #erannarsbaragóðuráþví</a>

A photo posted by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Mar 1, 2015 at 10:08am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert