Sex marka fjör suður með sjó

Sindri Snær Magnússon skoraði fyrsta mark Keflavíkur í kvöld.
Sindri Snær Magnússon skoraði fyrsta mark Keflavíkur í kvöld. mbl.is/Eggert

Keflavík og Valur skildu jöfn, 3:3, í fjörugum leik í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld en viðureign liðanna fór fram í Reykjaneshöllinni.

Sindri Snær Magnússon kom Keflavík yfir á 10. mínútu en Haukur Páll Sigurðsson og Andri Fannar Stefánsson svöruðu fyrir Val á 33. og 38. mínútu. Hörður Sveinsson jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan í hléi var því 2:2.

Andri Adolphsson kom Val yfir á ný á 60. mínútu en þegar átta mínútur voru til leiksloka jafnaði Sigurbergur Elísson fyrir Keflvíkinga og lokatölur því 3:3.

ÍA er efst í 3. riðli A-deildar með 9 stig, Keflavík er með 7 stig, Fjarðabyggð 6, Valur 5, Þór 3, Stjarnan 1 en Grindavík og Haukar eru án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert