Horfur á metári í útflutningi

Finnur Orri Margeirsson samdi við Lilleström í Noregi.
Finnur Orri Margeirsson samdi við Lilleström í Noregi. Ljósmynd/lsk.no

Útlit er fyrir að fleiri íslenskir knattspyrnumenn fari í atvinnumennsku erlendis á þessu ári en nokkru sinni fyrr.

Þegar hafa sextán leikmenn gengið til liðs við erlend félög á fyrstu tveimur mánuðum ársins og ef svo heldur fram sem horfir verður met síðasta árs slegið en þá gengu 26 íslenskir knattspyrnumenn til liðs við erlend atvinnufélög.

Af þeim sextán sem farnir eru frá áramótum eru sex konur. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri konur farið til erlendra félaga á einu og sama árinu en það var árið 2009 þegar níu íslenskar landsliðskonur sömdu við erlend félagslið.

Ef horft er á karla sem fara í atvinnumennsku þá er 2005 metárið í „útflutningi“ á þeim. Það ár fór 21 karlkyns knattspyrnumaður til liðs við erlend félagslið. Í fyrra munaði engu að metið væri jafnað en þá voru það 20 karlar sem fóru í atvinnumennsku.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert