Þrír klárir í slaginn hjá KR

Skúli Jón Friðgeirsson gæti spilað sinn fyrsta leik með KR …
Skúli Jón Friðgeirsson gæti spilað sinn fyrsta leik með KR frá 2011 þegar liðið mætir Fram annað kvöld. mbl.is/Kristinn

Þrír nýjustu liðsmenn KR-inga í fótboltanum fengu leikheimild með Vesturbæjarfélaginu í dag og eru því löglegir fyrir leik þess gegn Fram í Lengjubikarnum sem fram fer í Egilshöllinni annað kvöld.

Þetta eru þeir Skúli Jón Friðgeirsson, sem snýr aftur til KR eftir þriggja ára dvöl í Svíþjóð en hann lék með Gefle á síðasta tímabili, danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen sem lék áður með ÍBV en hefur spilað með Ull/Kisa í norsku B-deildinni undanfarin tvö ár, og danski framherjinn Sören Frederiksen sem kemur frá meistaraliðinu AaB.

Christiansen verður þó varla með í leiknum annað kvöld en hann er að komast af stað á ný eftir að hafa slitið krossband í hné á síðasta ári.

KR-ingar hafa alls fengið sex nýja leikmenn fyrir tímabilið en hinir þrír eru Pálmi Rafn Pálmason sem kom frá Lilleström í Noregi, Kristinn Jóhannes Magnússon sem kom frá Víkingi R. og markvörðurinn Hörður Fannar Björgvinsson sem kom frá Fram.

Öll félagaskipti liðanna í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert