Zivkovic kominn til Víkinga

Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings.
Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. mbl.is/Ómar Óskarsson

Serbenski varnarmaðurinn Milos Zivkovic kom til landsins í fyrradag og er byrjaður að æfa með Víkingum. Vonast er til að hann verði kominn með keppnisleyfi fyrir helgina að sögn Heimis Gunnlaugssonar varaformanns knattspyrnudeildar Víkings.

Zivkovic er 30 ára gamall hávaxinn miðvörður sem kemur til Víkings frá serbneska liðinu Novi Pazar.

Víkingar, sem höfnuðu í 4. sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og spila í Evrópudeildinni í ár, hafa bætt mörgum leikmönnum í hóp sinn í vetur en eftirtaldir leikmenn hafa komið til félagsins

Andri Rún­ar Bjarna­son frá BÍ/​Bol­ung­ar­vík
Atli Fann­ar Jóns­son frá ÍBV

Finn­ur Ólafs­son frá Fylki
Hauk­ur Bald­vins­son frá Fram
Rolf Toft frá Stjörn­unni
Stefán Þór Páls­son frá Breiðabliki
Vikt­or Bjarki Arn­ars­son frá Fram
Thom­as Niel­sen frá AaB (Dan­mörku)
Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son frá KA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert