Átta breytingar fyrir Noregsleikinn

Íslensku landsliðskonurnar á æfingu í Portúgal.
Íslensku landsliðskonurnar á æfingu í Portúgal. Ljósmynd/KSÍ

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, gerir átta breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Noregi í Algarve-bikarnum sem hefst í Lagos í Portúgal klukkan 18.00.

Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Fanndís Friðriksdóttir eru einu leikmennirnir sem byrjuðu inná gegn Sviss í fyrradag og eru áfram í byrjunarliðinu í dag. 

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir koma allar inní liðið en þær Guðbjörg, Elísa, Rakel og Harpa komu ekkert við sögu í leiknum við Sviss.

Byrjunarliðinu er þannig stillt upp:

Mark:
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lilleström
Vörn:
Elísa  Viðarsdóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Gautaborg
Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðabliki
Miðja:
Sara Björk Gunnarsdóttir, Rosengård
Dagný Brynjarsdóttir, Bayern München
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad
Sókn:
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert