Naumt tap gegn Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði sínum öðrum leik í Algarve-bikarnum í kvöld þegar liðið beið lægri hlut fyrir Noregi 1:0, í 2. umferð B-riðils. 

Tapið þýðir að Ísland mun lenda í síðasta sæti B-riðilsins jafnvel þótt að liðið vinni Bandaríkin í síðasta leik liðsins á mánudag þar sem innbyrðis viðureignar gilda og mun Ísland því spila um annað hvort 9. eða 11. sætið en Ísland tapaði gegn Sviss á miðvikudag.

Eftir tvær umferðir hefur Ísland 0 stig, Sviss 3, Noregur 3 og Bandaríkin 6.

Freyr Alexandersson gerði heilar átta breytingar á liði Ísland og stillti upp sterku liði með Margréti Láru Viðarsdóttir inni á miðjunni. 

Norðmenn komust yfir strax á 8. Mínútu leiksins eftir klaufagang í íslensku vörninni. Misskilningur varð á milli varnarmanns og markvarðar og skæður framherji þeirra norsku, Emilie Haavi komst inn á milli varnarmanns og markvarðar og þurft hún aðeins að renna knettinum í opið markið, 1:0.

Margrét Lára Viðarsdóttir var fyrirliði Íslands í leiknum en hún fór af velli í hálfleik en síðari  hálfleikinn hóf Ísland af miklum krafti og pressuðu stelpurnar þær norsku oft og tíðum stíft.

Ísland fékk nokkur ágætis færi í leiknum en Sara Björk Gunnarsdóttir átti góðan skalla eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur en boltinn rétt framhjá. 

Hólmfríður Magnúsdóttir kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og fékk hún gott færi á 86. mínútu en hún tók boltann á lofti eftir langa aukaspyrnu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur en skotið fór rétt yfir, lokatölur 1:0.

María Þórisdóttir spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Noregs hönd í kvöld og spilaði allan leikinn fyrir liðið.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

--------------------------------

90. Leik lokið, Norðmenn vinna. Ísland verður í neðsta sæti B-riðils.

86. 0:1 Dauðafæri hjá Íslandi. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk sendingu frá Glódísi sem tók aukaspyrnu á miðjum vellinum en skot hennar fór rétt yfir markið.

83. Hegerberg með gott skot en Guðbjörg Gunnarsdóttir varði vel. 

81. Guðmunda Brynja Óladóttir kemur inn fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur.

75. Norska liðið er að sækja í sig veðrið eftir yfirburði okkar stelpna það sem af er síðari hálfleiks.

61. Tvær skiptingar. Guðný Björk Óðinsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir koma inn fyrir Fanndísi Friðriksdóttur og Rakel Hönnudóttur.

60. 0:1 er staðan ennþá, Ísland hefur hins vegar verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Hallbera Guðný tók aukaspyrnu sem dæmd var á þær norsku rétt fyrir utan teig en skotið beint á markvörðinn.

56. Hætta við mark Islands. Haavi skæður sóknarmaður norsku stelpnanna skallar boltann rétt framhjá.

50. Ísland átti skalla í utanverða stöngina.

48. Rakel Hönnudóttir átti góðan sprett en Norðmenn bjarga í horn en úr því skapaðist mikil hætta fyrir framan norska markið. Góð pressa hjá íslenska liðinu um þessar mundir. Rétt áðan átti Hallberaaukaspyrnu utan af velli en Sara skallaði boltann framhjá.

46. Síðari hálfleikur er hafinn. Gunnhildur Yrsa Jóns­dótt­ir kemur inn fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur.

45. Hálfleikur, 1:0 fyrir þær norsku.

39. Góð sókn hjá íslenska liðinu. Rakel sendi boltann á Dagný en Norðmenn rétt ná að bjarga í horn en ekkert varð úr þeirri spyrnu. 

30. Staðan er enn 1:0 fyrir Noreg.

22. Haavi gerði árás á vörnina og boltinn endar að lokum á Markussem sem skýtur rétt yfir af tólf metra færi.

20. Sending inn fyrir og Norðmenn bjarga í horn áður en Harpa nær skoti.

17. Þær norsku eru hættulegar. Haavi skallaði knöttinn rétt framhjá!

8. MARK 0:1 fyrir Noregi. Emilie Haavi rændi boltanum af íslensku stelpunum í vörninni, komst inn í sendingu eftir misskilning á milli varnarmanns og markvarðar. Haavi þurfti bara að rennaknettinumí netið.

2. María Þórisdóttir á langa sendingu fyrir á Emilie Haavi sem lagði boltann á Marie Markussen sem rétt missti af honum á fjærstöng.

1. Leikurinn er hafinn.

0. María Þórisdóttir er að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir Noregs hönd en hún hefur spilað fyrir öll yngri landslið Noregs. Hún er dóttir Þóris Hergeirssonar landsliðsþjálfara handknattleiksliðs Noregs.

0. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gerði átta breytingar á liðinu frá því í tapinu gegn Sviss. Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir og Fann­dís Friðriks­dótt­ir eru einu leik­menn­irn­ir sem byrjuðu inná gegn Sviss í fyrra­dag og eru áfram í byrj­un­arliðinu í dag. 

0. Góðan dag og verið vel­kom­in í texta­lýs­ingu mbl.is frá leik Íslands og Noregs í Al­gar­ve-bik­arn­um. Við reyn­um eft­ir fremsta megni að upp­lýsa les­end­ur um gang mála í leikn­um.

Byrjunarlið Íslands: (4-3-3) Mark: Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir. Vörn: Elísa Viðars­dótt­ir, Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, Arna Sif Ásgríms­dótt­ir, Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir. Miðja: Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, Dagný Brynj­ars­dótt­ir, Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir. Sókn: Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Harpa Þor­steins­dótt­ir, Rakel Hönnu­dótt­ir.

Varamenn: 
Sandra Sig­urðardótt­ir, Anna María Bald­urs­dótt­ir,  Anna Björk Kristjáns­dótt­ir, Lára Krist­ín Peder­sen, Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir, Hólm­fríður Magnús­dótt­ir, Elín Metta Jen­sen, Sonný Lára Þrá­ins­dótt­ir, Guðný Björk Óðins­dótt­ir, Guðmunda Brynja Óla­dótt­ir.

Byrjunarlið Noregs: Fisker­strand, Moe Wold, María Þóris­dótt­ir, Sk. Lund, Søn­stevold, Ims, Andrine Heger­berg, Haavi, Dekk­er­hus, Markus­sen, Bjå­nesøy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert