Emil á leið til Fjölnismanna

Emil Pálsson.
Emil Pálsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

FH hefur samþykkt að lána Fjölnismönnum sóknarmanninn Emil Pálsson að því er fram kemur á fótbolti.net.

FH-ingar hafa verið duglegir að safna liði á síðustu vikum og hefur Emil fengið leyfi til að róa á önnur mið.

,,Við erum gífurlega ánægðir með að fá Emil," segir Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis við fótbolti.net.

Emil hefur verið í herbúðum FH frá árinu 2011 en hann kom til liðsins frá BÍ/Bolungarvík. Hann hefur spilað 65 leiki með liðinu í Pepsi-deildinni og hefur í þeim skorað 7 mörk.


<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert