Mæti þegar ég er valinn í lið

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Ljósmynd/twitter

„Ég sá þetta ekki alveg fyrir mér í Króatíu fyrir hálfu öðru ári, enda var erfitt að átta sig á hlutunum í óvissuástandi eins og þá var hjá mér og ég vissi ekki hvenær eða hvort ég myndi spila meira,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Morgunblaðið í Astana, höfuðborg Kasakstans, í gær en þar býr hann sig nú undir leikinn í undankeppni EM annað kvöld.

Eiður, sem er markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi með 24 mörk í 78 landsleikjum, getur þar spilað sinn fyrsta landsleik síðan Ísland tapaði fyrir Króatíu í umspilinu fyrir HM í nóvember 2013. Þá sagðist hann reikna frekar með því að hafa spilað í síðasta sinn fyrir Íslands hönd. Nú er hann hinsvegar á fullri ferð með Bolton, hefur spilað jafnt og þétt í erfiðri deild síðan í desember, og því var eðlilegt að landsliðsþjálfararnir skyldu falast eftir kröftum hans á ný.

„Þetta var eiginlega bara sjálfsagt. Ég er kominn aftur í daglegu rútínuna í fótboltanum, spila reglulega, landsliðinu gengur vel, þá var bara mjög skemmtilegt að kallað yrði í mig aftur. Ég var búinn að tala einu sinni við Heimi, hann sagði mér hverjar hugmyndir þeirra þjálfaranna væru og spurði hvort ekki væri í lagi að hafa samband þegar nær drægi leiknum. Ég sagði að það væri alveg sjálfsagt, enda lít ég ekki á þetta öðruvísi en svo að ég er bara fótboltamaður, og þegar ég er valinn í landslið þjóðarinnar, þá mætir maður bara!“ sagði Eiður.

Nánar er rætt við Eið Smára í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert