Öruggt hjá HK gegn Þrótti

Axel Kári Vignisson, til hægri, og félagar í HK unnu …
Axel Kári Vignisson, til hægri, og félagar í HK unnu í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld. HK vann þá öruggan sigur á Þrótti í Egilshöllinni en Grindavík og Fjarðabyggð skyldu jöfn.

Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði tvívegis í 3:0 sigri HK á Þrótti, en staðan var 1:0 í hálfleik. Árni Arnarson innsiglaði sigur Kópavogsbúa, sem eru nú í þriðja sæti síns riðils með tólf stig eftir sex leiki, og í harðri baráttu við Fylki, FH og Breiðablik um að komast í átta liða úrslitin, en Þróttur hefur sjö stig í fimmta sætinu.

Í Akraneshöllinni gerðu svo Grindavík og Fjarðabyggð 1:1 jafntefli. Andri Þór Magnússon kom Fjarðabyggð yfir en Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði fyrir Grindvíkinga í uppbótartíma og þar við sat, en bæði lið hafa sjö stig í sínum riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert