„Aðstæðurnar henta okkur mjög vel“

Birkir Bjarnason bláklæddur í leik gegn Eistlandi.
Birkir Bjarnason bláklæddur í leik gegn Eistlandi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Birkir Bjarnason, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að aðstæður á Astana Arena, þjóðarleikvanginum í höfuðborg Kasakstans, séu virkilega góðar og svona gervigras eins og þar er eigi að hjálpa íslenska liðinu í leiknum mikilvæga sem hefst þar klukkan 15 að íslenskum tíma.

Birkir er í Kasakstan í fyrsta skipti eins og margir íslensku leikmannanna. „Ég veit ósköp lítið um mótherjana, hef aldrei komið hingað eða spilað á móti liðum frá Kasakstan. En það er búið að vera fínt að vera hérna alla vikuna, við höfum æft á gervigrasinu á leikvanginum alla dagana og ég held að þessar aðstæður henti okkur mjög vel. Við spilum hraðan fótbolta, erum með tekníska leikmenn í okkar liði, og þá er svona völlur góður fyrir okkur."

Sjá viðtalið við Birki í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert