Aron spilar 50. landsleikinn í Astana

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Aron Einar Gunnarsson kemst í dag í hóp þeirra sem hafa spilað 50 A-landsleiki fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Kasakstan í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu.

Aron er 24. landsliðsmaður Íslands frá upphafi sem nær þessum áfanga en hann er aðeins 25 ára gamall og á því möguleika á að komast ansi ofarlega á listann á næstu árum.

Hann verður þar með jafn tveimur gamalkunnum kempum í 22.-24. sæti listans en Skagamaðurinn Árni Sveinsson og Akureyringurinn Gunnar Gíslason léku báðir 50 A-landsleiki á sínum tíma.

Eiður Smári Guðjohnsen er sá fjórði leikjahæsti frá upphafi en hann getur spilað sinn 79. landsleik í dag og yrði þá aðeins einum leik á eftir Guðna Bergssyni sem lék 80 landsleiki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert