Erfiðari fyrir markverðina

Hannes Þór Halldórsson fagnandi.
Hannes Þór Halldórsson fagnandi. mbl.is/Golli

Splunkunýtt gervigras á þjóðarleikvangi Kasaka í Astana gerir það að verkum að Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, og varamarkverðirnir í hópnum hafa haft mest að gera við að laga sig að aðstæðum fyrir leikinn mikilvæga í Astana Arena í kvöld.

Nýja grasið var lagt á völlinn í desember og það er með öðruvísi efni en menn hafa átt að venjast undanfarin ár því nú er það létt viðarefni, líkast korki, sem er komið í stað gúmmíkúlnanna margfrægu sem hafa verið í grassverðinum á þriðju kynslóðar gervigrasi um árabil.

„Við byrjuðum að prófa grasið sem var bleytt fyrir allar okkar æfingar og verður það sjálfsagt líka fyrir leikinn. Það er korkur í því sem er öðruvísi en gúmmíið sem við eigum að venjast. Þegar gúmmíið blotnar, þá þornar það hratt en korkurinn er blautur lengi. Boltinn spýtist þessvegna hraðar,“ sagði Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins, við Morgunblaðið í Astana í gær.

Sjá viðtal við Guðmund Hreiðarsson, markvarðaþjálfara landsliðsins, um þetta mál í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert