Enginn á hættusvæði í Astana

Kolbeinn Sigþórsson er einn þeirra sem hefur fengið spjald í …
Kolbeinn Sigþórsson er einn þeirra sem hefur fengið spjald í keppninni. mbl.is/Golli

Enginn leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á það á hættu að vera í banni í næsta leik í undankeppni Evrópumótsins þó hann fengi að líta gula spjaldið í leiknum gegn Kasakstan í Astana í dag.

Þeir Ari Freyr Skúlason og Gylfi Þór Sigurðsson fengu gult spjald í fyrsta leik undankeppninnar, gegn Tyrkjum, og í leiknum við Tékka fengu Ragnar Sigurðsson, Theódór Elmar Bjarnason, Rúrik Gíslason og Kolbeinn Sigþórsson allir gula spjaldið.

Þrjú gul spjöld þarf til að fara í leikbann í þessari undankeppni og því er enginn kominn á hættusvæðið enn sem komið er.

Spjaldasöfnun var vandamál íslenska liðsins í síðustu undankeppni HM en það hefur breyst. Liðið fór spjaldalaust í gegnum leikina við Letta og Hollendinga en bætti svo reyndar hressilega við í leiknum við Tékka í Plzen. Sex gul spjöld í fjórum leikjum telst þó ekki sérlega mikið.

Fréttin var uppfærð kl. 12.03 en áður gætti misskilnings um hve mörg spjöld þyrfti til að fara í bann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert