Þurfa að standast þetta próf

Landsliðið á miðjum vellinum á Astana Arena.
Landsliðið á miðjum vellinum á Astana Arena. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Einn leikur í einu. Þetta er gamalkunnug klisja úr íþróttaheiminum en hún er jafnframt sígild.

Og hún á sennilega hvergi betur við en í riðlakeppni eins og þeirri sem Kasakstan og Ísland mætast í þegar flautað verður til leiks á hinum glæsilega Astana-leikvangi í höfuðborg Asíuríkisins víðlenda klukkan fimmtán að íslenskum tíma í dag.

Sex þjóðir, tíu leikir, tvær þær efstu komast á EM 2016 í Frakklandi og sú sem endar í þriðja sæti fer í umspil. Þetta fyrirkomulag þýðir að hver einstakur leikur er óhemjumikilvægur, hvert einasta stig getur haft úrslitaáhrif, jafnvel hvert einasta mark.

Þess vegna hefur íslensku landsliðsmönnunum verið rækilega ráðlagt að hugsa ekki um annað en þær 90 mínútur sem þeir verða inni á vellinum yfirbyggða í dag. Verkefni dagsins er að ná í þrjú stig, hvernig sem þeir fara að því.

Þeir geta ekki kvartað yfir aðstæðum, og ekki kennt þeim um ef illa fer. Rennisléttur gervigrasvöllur, þakið verður yfir leikvanginum svo frostið og kuldinn í Kasakstan hefur engin áhrif. Ekkert rok, sem þetta landsvæði er annars þekkt fyrir. Íslenska liðið á að vera sterkari aðilinn, og þá eiga aðstæðurnar að vera því í hag. Hingað kom hópurinn eldsnemma á þriðjudagsmorgni og hefur því lagað sig að tímamismuninum. Ekkert á að geta hindrað liðið í að spila sinn fótbolta – nema þá skipulag andstæðinganna.

Sjá viðhorfsgrein Víðis Sigurðssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert