Gylfi fór ekki með til Eistlands

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson mbl.is/Golli

Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með íslenska landsliðinu til Eistlands þar sem liðið á fyrir höndum vináttulandsleik. Gylfi hélt til Bretlands vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Kasakstan. 

Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ en áður var greint frá því að Eiður Smári Guðjohnsen og Aron Einar Gunnarsson færu ekki til Eistlands. Gylfi mun hafa fengið högg í leiknum á laugardaginn en hann hefur auk þess verið í sérstakri meðhöndlun hjá félagsliði sínu Swansea vegna meiðsla undanfarnar vikur eins og fram hefur komið. 

Ísland mætir Eistlandi klukkan 16:00 á morgun.

Frétt KSÍ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert