Skipt um lið í Tallinn

Lars Lagerbäck er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir …
Lars Lagerbäck er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir fullkomið gengi í undankeppni EM til þessa. AFP

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, stilla væntanlega upp algjörlega nýju liði í vináttulandsleiknum gegn Eistum sem fer fram í Tallinn á morgun. Þeir tíu útispilarar sem sátu á bekknum í byrjun leiks gegn Kasakstan í Astana á laugardaginn hefja líklega leikinn og Ögmundur Kristinsson eða Ingvar Jónsson í markinu.

Þá eru Rúnar Már Sigurjónsson frá Sundsvall og Ólafur Ingi Skúlason frá Zulte-Waregem væntanlegir til móts við hópinn í Tallinn í dag.

„Ég veit ekki ennþá hvort við skiptum alveg um lið en það þyrfti þó ekki að koma á óvart ef við gerðum það,“ sagði Lagerbäck þegar Morgunblaðið ræddi við hann í flugstöðinni í Astana í gær en þá var landsliðið á leið til Frankfurt þar sem það dvaldi í nótt.

„Við spiluðum erfiðan leik á laugardegi, strákarnir fara aftur í langt ferðalag og þurfa að laga sig að tímamismuni á ný. Það er alveg ljóst að þeir sem ekki spiluðu eða spiluðu lítið í Astana eru klárari og tilbúnari í leik á þriðjudegi en þeir sem spiluðu leikinn.

Það er gott fyrir hina í hópnum að fá að spila og komast betur inn í okkar spilamennsku og fyrir okkur þjálfarana er mikilvægt að gefa þeim tækifæri og sjá þá í leik,“ sagði Lagerbäck.

Nánar er rætt við Lagerbäck í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert