Íslandsmeistararnir lögðu Grindvíkinga

Ólafur Karl Finsen skoraði eitt marka Stjörnunnar.
Ólafur Karl Finsen skoraði eitt marka Stjörnunnar. mbl.is/Ómar

Stjarnan bar sigurorð af Grindvíkingum, 3:1, í 3. riðli A-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu en liðin áttust við í Kórnum í kvöld.

Garðar Jóhannsson, Ólafur Karl Finsen og Arnar Már Björgvinsson skoruðu mörk Íslandsmeistara Stjörnunnar en Óli Baldur Bjarnason skoraði mark Grindvíkinga.

Stjarnan er með 13 stig í þriðja sæti í riðli 3 og á einn leik eftir en Grindavík hefur 7 stig og hefur lokið keppni.

ÍA er með 18 stig, Valur 14 og Stjarnan 13 stig í þremur efstu sætum riðilsins. Skagamenn og Valsmenn eru komnir áfram og ef Stjörnumenn fá stig gegn Haukum í lokaleik sínum er ljóst að þeir fara líka í átta liða úrslit keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert