Gauti tryggði ÍBV sigur

Jóhannes Harðarson, t.h., þjálfar lið Eyjamanna.
Jóhannes Harðarson, t.h., þjálfar lið Eyjamanna. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV sigraði HK, 2:0, í lokaumferð 1. riðils A-deildarinnar í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðin mættust í Kórnum.

Þar með urðu vonir HK um að komast í átta liða úrslitin nánast að engu en ÍBV átti enga möguleika á að komast áfram fyrir leikinn í kvöld.

Gauti Þorvarðarson skoraði bæði mörk Eyjamanna á síðustu þrettán mínútum leiksins.

Í riðlinum er Fylkir með 13 stig, Breiðablik 13, HK 12, FH 12, ÍBV 9, Þróttur R. 7, Víkingur Ó. 7 en BÍ/Bolungarvík er án stiga.

Breiðablik á eftir að leika við BÍ/Bolungarvík, FH við Þrótt og Fylkir við Víking Ó. Tvö efstu liðin fara áfram og líklega einnig liðið í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert