Hendrickx virðist vera óbrotinn

Jonathan Hendrickx, til vinstri, í leik með FH gegn KR …
Jonathan Hendrickx, til vinstri, í leik með FH gegn KR í fyrra. mbl.is/Ómar

Jonathan Hendrickx, belgíski bakvörðurinn hjá FH sem meiddist í leiknum við KR í gærkvöld, virðist ekki vera brotinn samkvæmt myndatökum sem hann hefur gengist undir.

Þetta hefur netmiðillinn 433.is eftir Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH.

„Hann er ekki brotinn samkvæmt myndunum. Hann fer til bæklunarlæknis í dag og þá sjáum við betur hvernig þetta er. Hvort það sé slitið eitthvað eða ekki, það sást ekki nógu vel á þessum myndum," sagði Jón Rúnar við 433.is.

Hendrickx lék í stöðu hægri bakvarðar hjá FH en fór af velli á 77. mínútu eftir að hafa lent illa í návígi við KR-inga og talið var nær öruggt að hann hefði fótbrotnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert